Danskir bílasalar segjast ekki reikna með því, að kaupa bíla frá Íslandi til að selja áfram í Danmörku. Þau tilboð, sem þeir hafi fengið, séu ekki nægilega góð.
Danska útvarpið hefur eftir Henrik Bollerslev hjá Lindholm Biler íViborg, að þar á bæ sé enginn áhugi á bílum frá Íslandi þar sem verðið á þeim sé ekki nægilega lágt.
Að auki vilji Íslendingar helst losna við stóra bandaríska jeppa eða óvenjulega bíla. Og á slíkum farartækjum hafi Danir lítinn áhuga um þessar mundir.
Bollerslev segist ekki vilja útiloka, að einhverjir Danir hafi tekið með sér bíl eftir að hafa heimsótt Ísland en á ekki von á því að bílar verði fluttir í stórum stíl frá Íslandi til Danmerkur.
„En ef Íslendingar lækka verðið á umframbílunum sínum viljum við gjarnan selja þá."