Lánshæfi ríkisins hrynur

mbl.is

„Þetta þýðir að ríkið eða Seðlabankinn eigi mjög erfitt með að koma bönkunum aftur til hjálpar,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkisins fyrir innlendar og erlendar skuldbindingar um marga flokka í gær. Þar á meðal einkunn sem segir til um fjárhagslegan styrk stjórnvalda til að styðja við bankakerfið í kreppu og tryggja innlendar innistæður. Fór sú einkunn niður um fjóra flokka, úr Aaa í A1.

„Ég held að menn eigi ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að innistæður í íslenskum krónum væru tryggðar.

„Svona mikil lækkun veldur vonbrigðum í ljósi þess að stjórnvöld hafa í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ákveðið að taka á heildarvanda efnahagslífsins með skipulegum hætti,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert