Lífhrædd á útsölu

Myndi einhver útlendingur trúa því að afgreiðslufólk gæti næstum troðist undir á venjulegri útsölu  tveimur mánuðum eftir að íslensku bankarnir hrundu, landið var nærri gjaldþrota og helber óvissa blasir við. Kreppa hvað. Það gerðist í BT í Smáralind á laugardaginn klukkan ellefu um morguninn.

Gerður Ríkharðsdóttir framkvæmdastjóri sérvöruverslanna Haga sem nýverið tók við rekstrinum, horfði á þegar rennihurðin var dregin upp og inn þusti fólk úr öllum áttum, hundruðum saman. Hún segist hafa verið gripin ótta og falið sig á bak við til að troðast ekki undir. Hún segist ekki vera í neinum vafa um kreppan hafi haft þessi áhrif. Fólk sé meira að leita eftir tilboðum en áður. Sveinn Harðarson afgreiðslumaður í versluninni náði hamagangnum á myndband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert