Nýr skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokks

Einar Skúlason.
Einar Skúlason.

Einar Skúlason hefur verið ráðinn skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna og tekur við því starfi af Helgu Sigrúnu Harðardóttur, sem tók nýlega sæti á Alþingi. Mun Einar hefja störf hjá þingflokknum um næstu áramót.

Einar hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, nánar tiltekið frá árinu 2003. Einar er með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Edinborg.

Einar hefur áður tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins og gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hann sat m.a. í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna frá 1996 til 2002, þar af sem formaður 1999-2002. Einar sat einnig í Stúdentaráði HÍ fyrir Röskvu - samtök félagshyggjufólks, árin 1995-1997 og gegndi starfi framkvæmdastjóra þess árin 1996-1997.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert