Ókeypis ráðgjöf vegna efnahagsástandsins

Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík stendur fyrir ókeypis ráðgjafarstofu í dag og á morgun að Skúlagötu 51. Félagið hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur.

Sérfræðingar á sviði, velferðamála, almannatrygginga, skattamála, fjármála heimila og félagsmála verða á staðnum og taka á móti fólki sem vill nýta sér þessa þjónustu. Veitt verður ráðgjöf um gjaldþrotamál og skatta fyrir einstaklinga,  félagsþjónustu sem er í boði, almannatryggingar, lífeyriskerfið og heilbrigðiskerfið, húsnæðislán og fjármál heimila og atvinnumál. Einnig verður boðið  upp á áfallahjálp og aðra aðstoð sem snýr að andlegri heilsu einstaklinga sem hafa orðið fyrir áfalli.

Ráðgjafastofan verður opin frá kl. 10-17 að Skúlagötu 51 báða dagana. Verða pólskumælandi og enskumælandi einstaklingar á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert