Rúmlega 1.200 bíða eftir félagslegum íbúðum

mbl.is/Þorkell

Alls biðu 895 eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn og höfðu 150 bæst á listann frá því um mitt síðasta ár. Í Hafnarfirði bíða nálægt 200 eftir félagslegu húsnæði en leiguíbúðir í eigu bæjarins eru 250. Í Kópavogi bíða um 160 eftir félagslegu húsnæði en bærinn á 365 leiguíbúðir. Samanlagt eru þetta ríflega 1.200 manns í sveitarfélögunum þremur.

Meirihlutinn í velferðarráði Reykjavíkurborgar hefur lagt til að auglýst verði eftir leiguíbúðum á almennum markaði til framleigu en engar íbúðir eru nú í framleigu á vegum Félagsbústaða. Framleigukerfið var aflagt fyrir um fimm árum þar sem hagkvæmara þótti að kaupa húsnæði vegna hárrar leigu. „Nú hefur framboð aukist á leigumarkaðnum og það kallar á lægri leigu. Það er þess vegna spurning hvort núna sé ekki tækifæri til þess að láta markaðinn leysa einhvern hluta vandans þannig að Félagsbústaðir myndu leigja íbúðir til einhvers ákveðins tíma. Þá ætti að fækka á biðlistanum,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.

Nú eru 2.140 leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða og hefur þeim fjölgað um nær 80 á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka