Björgvin Halldórsson vann mikið með Rúnari og þeir voru til að mynda saman í hljómsveitinni Ðe Lónlí blú bojs sem naut gríðarlegra vinsælda. Hann segir að Rúnar hafi einmitt kvatt þennan heim eins og hann hefði sagst helst vilja fara - á sviðinu.
Björgvin segist hafa kynnst Rúnari frá því áður en hann fór sjálfur að fást við tónlist, „þegar við Óttar Felix eltum Hljómana upp á Keflavíkurflugvöll og ég seldi Rúnari húfu sem ég notaði í leikriti í Flensborg. Það má segja að það hafi ekki slitnað stengur á milli okkar frá þeim tíma.
Rúnar var mentorinn, idolið okkar. Hann breyttist ekkert var alltaf sami Rúni eins við við kölluðum hann. Það leggst mikill tómleiki yfir mann,“ segir Björgvin og bætir við að hann hyggist heiðra minningu Rúnars á jólatónleikunum sínum á laugardaginn.