Alíslenskt heilhveiti frá Þorvaldseyri

Ólaf­ur Eggerts­son, bóndi á Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um, kynn­ir í dag al­ís­lenskt heil­hveiti sem hann hef­ur ræktað. Ólaf­ur nýt­ir jarðvarma til að rækta vetr­ar­hveitið. Hann kynn­ir heil­hveitið í heilsu­búðinni „Góð heilsa gulli betri“ og býður upp á nýbakað brauð og vöffl­ur úr hveit­inu.

Allt frá ár­inu 1960 hafa til­raun­ir með korn­rækt verið stundaðar á Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um.

Korn­rækt er á 45 hekt­ur­um á Þor­valds­eyri, en þar af hveiti á 5 hekt­ur­um lands. Sáð var í lok júlí á liðnu ári, en um er að ræða sér­stakt hveiti sem þolir vet­ur­inn. Upp­sker­an var síðastliðinn októ­ber, en eft­ir að hveitið er þreskt er það þurrkað með heitu vatni úr hver á bónda­bæn­um sjálf­um.

Síðan er kornið hreinsað og malað með sér­stakri steinkvörn. Þessi sjálf­bæra rækt­un hef­ur gengið mjög vel en auk heil­hveit­is er einnig fram­leitt bygg­mjöl. Hveit­inu er svo pakkað í 2 kg umbúðir og er selt á aðeins 750 krón­ur hver pakki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka