Atlantsolía lækkar eldsneytisverð

mbl.is/Þorkell

Atlantsolía hefur lækkað verð á bensínlítranum um 4 krónur og verð á lítra af díselolíu um 6 krónur. Eftir lækkun kostar lítrinn af bensíni 137,20 krónur og dísellítrinn kostar 164,90 krónur.
 
Þess má geta að þann 1. október kostaði bensínlítrinn hjá Atlantsolíu 172,10 og hefur því lækkað um 35 krónur á þeim tíma.

Fyrr í morgun lækkaði N1 eldsneytisverð um sömu krónutölu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert