Sérstaklega beðið fyrir Alþingi

Herbert Guðmundsson flutti sérstakt bænagöngulag á Austurvelli.
Herbert Guðmundsson flutti sérstakt bænagöngulag á Austurvelli. HAG

Bæna­ganga var geng­in frá Hall­gríms­kirkju á Skóla­vörðuholti að Aust­ur­velli í dag. Gang­an hófst um kl. 12.00 og lauk um kl. 13.00. Áætlað er að um 700-800 manns hafi tekið þátt í göng­unni og fór hún vel fram að sögn viðstaddra.

Flutt­ar voru bæn­ir í upp­hafi göng­unn­ar og einnig á Aust­ur­landi. Biðjend­urn­ir sneru sér að Alþing­is­hús­inu og báðu sér­stak­lega fyr­ir Alþingi og ráðamönn­um þjóðar­inn­ar. Þá flutti Her­bert Guðmunds­son tón­list­armaður frum­samið bæna­göngu­lag við góðar und­ir­tekt­ir.

Að göng­unni stóðu ein­stak­ling­ar úr ýms­um kirkj­um og kristi­leg­um trú­fé­lög­um og komu þeir sem leiddu bæn­irn­ar úr röðum leik­manna og þjón­andi fólks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert