Bankamenn sömdu í gær

Skrifað var undir samninginn í Húsi atvinnulífsins síðdegis í gær.
Skrifað var undir samninginn í Húsi atvinnulífsins síðdegis í gær.

Laun starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja hækka um 20.500 krón­ur á mánuði frá 1. nóv­em­ber, sam­kvæmt kjara­samn­ingi sem Sam­tök starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins und­ir­rituðu í gær. Laun hækka að auki um 14.000 krón­ur 1. janú­ar 2010.

Samn­ing­ar SSF hafa verið laus­ir frá 1. októ­ber síðastliðnum en nýr samn­ing­ur gild­ir til árs­loka 2010.

Auk krónu­tölu­hækk­ana við und­ir­rit­un og í árs­byrj­un 2010 hækk­ar or­lofs­fram­lag um 3,25% við gildis­töku og um 2,5% 1. júlí 2009. Þá öðlast starfs­menn lengri or­lofs­rétt, þeir sem starfað hafa í 5 ár fá 27 daga og þeir sem hafa starfað í 10 ár, fá 30 daga or­lofs­rétt.

Starfs­menn með 0 til 3 ára starfs­reynslu fá 2% viðbótar­fram­lag af heild­ar­laun­um í líf­eyr­is­sjóð en eft­ir þriggja ára starfs­reynslu greiðir vinnu­veit­andi 7% viðbótar­fram­lag.

Fram­lag í Mennt­un­ar­sjóð SSF hækk­ar í 0,20%, starfs­menn fá 12 daga vegna veik­inda barna í stað 10 áður og frá ára­mót­um greiðir vinnu­veit­andi 0,13% fram­lag í end­ur­hæf­ing­ar­sjóð.

Í samn­ingn­um eru ákvæði um end­ur­skoðun vegna verðlagsþró­un­ar. Komi til þess að nefnd sem fjall­ar um for­send­ur kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði nái sam­komu­lagi um breyt­ingu á samn­ing­um, gild­ir sam­bæri­leg breyt­ing um kjara­samn­ing SSF og SA.

At­kvæðagreiðsla meðal fé­lags­manna um kjara­samn­ing­inn verður ra­f­ræn og fer fram í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert