Bústaðir á tombóluverði

Dæmi er um að sum­ar­bú­staður með láni að upp­hæð 43 millj­ón­ir króna hafi verið sleg­inn á upp­boði hjá sýslu­mann­in­um á Sel­fossi á tíu millj­ón­ir. Bank­inn sem lánaði keypti.

50 sum­ar­bú­staðir í um­dæm­inu hafa verið seld­ir á nauðung­ar­sölu, um þriðjungi fleiri en í fyrra, þegar þeir voru 38. Þá hafa 55 íbúðir í strjál­býli, ekki sveita­bæ­ir þó, farið und­ir ham­ar­inn en 31 í fyrra.

Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son sýslumaður seg­ir bú­staðina fara á tom­bólu­verði við nauðung­ar­söl­una. „Bú­staðir hafa verið að fara á inn­an við 25% af því sem ætla mætti og sum­ir á enn minna.“ Hann nefn­ir dæmi um þrjá bú­staði sem hver um sig hafi farið á þrjár millj­ón­ir króna en kostuðu 24. Í nær öll­um til­fell­um bjóði bank­ar, kröfu­haf­arn­ir, í bú­staðina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert