Bústaðir á tombóluverði

Dæmi er um að sumarbústaður með láni að upphæð 43 milljónir króna hafi verið sleginn á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á tíu milljónir. Bankinn sem lánaði keypti.

50 sumarbústaðir í umdæminu hafa verið seldir á nauðungarsölu, um þriðjungi fleiri en í fyrra, þegar þeir voru 38. Þá hafa 55 íbúðir í strjálbýli, ekki sveitabæir þó, farið undir hamarinn en 31 í fyrra.

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður segir bústaðina fara á tombóluverði við nauðungarsöluna. „Bústaðir hafa verið að fara á innan við 25% af því sem ætla mætti og sumir á enn minna.“ Hann nefnir dæmi um þrjá bústaði sem hver um sig hafi farið á þrjár milljónir króna en kostuðu 24. Í nær öllum tilfellum bjóði bankar, kröfuhafarnir, í bústaðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert