Villandi og röng efnisatriði

mbl.is/Ómar

Forsetaembættið segir að efnisatriði í fréttum á visir.is og Stöð 2 af fjármálum embættisins séu beinlínis röng eða villandi. Það tekur fram að tölulegar upplýsingar í þessum fréttum séu ekki frá embættinu komnar. 

T.d. bendir embættið á að forsetinn sé ekki einn ábyrgur fyrir símakostnaði embættisins heldur sé um að ræða síma- og fjarskiptakostnað allra átta starfsmanna embættisins. Þá segir embættið að tekið sé á móti 6-8 þúsund gestum á Bessastöðum á hverju ári og risnukostnaður sé vegna móttöku þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka