Frysting jafnvel óhjákvæmileg

Gefa á fólki kost á að draga tíma­bundið úr af­borg­un­um af verðtryggðum lán­um, frysta jafn­vel höfuðstóls­greiðslur, til að hjálpa því að kom­ast yfir versta kúf­inn. Þetta er álit Gylfa Magnús­son­ar, dós­ents við viðskipta­fræðideild HÍ.

Hann seg­ir aðgerðir af þessu tagi ekki ein­ung­is raun­hæf­ar held­ur jafn­vel óhjá­kvæmi­leg­ar. Þær þurfi held­ur ekki að vera svo kostnaðarsam­ar fyr­ir lán­veit­and­ann, ein­fald­lega vegna þess að hann standi frammi fyr­ir því að lán­taki geti ekki greitt af lán­inu.

„Þá er best að horf­ast í augu við vand­ann og taka á hon­um í sam­ein­ingu frek­ar en fara í hart. Það hef­ur ekk­ert upp á sig við nú­ver­andi aðstæður í þjóðfé­lag­inu.“
 
Bene­dikt Sig­urðar­son, fram­kvæmda­stjóri Bú­seta á Ak­ur­eyri, vill láta frysta verðtrygg­ing­una út árið 2009 en því er spáð að bratt­asta verðbólgu­skeiðið verði þá um garð gengið.

„Tím­ann þangað til eig­um við að nota til að teikna upp plan sem los­ar okk­ur end­an­lega við verðtrygg­ing­una.“

Ekki til­efni til inn­grips
Bjarni Bragi Jóns­son, sem var hag­fræðing­ur Seðlabank­ans þegar verðtrygg­ing­unni var komið á 1979, er hins veg­ar á því að ekki sé til­efni til inn­grips, enda standi hver ein­asti láns­samn­ing­ur með láns­kjara­vísi­tölu traust­um fót­um í stjórn­ar­skrár­vörðum eign­ar­rétt­ar­á­kvæðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka