N1 lækkar eldsneytisverð

N1 hef­ur ákveðið að lækka verð á bens­íni og dísi­lol­íu. Lítri af bens­íni lækk­ar um 4 krón­ur og lítri af dísi­lol­íu lækk­ar um 6 krón­ur. Ástæða lækk­un­ar­inn­ar er sterk­ari staða krón­unn­ar gagn­vart er­lend­um gjald­miðlum og lækk­un á heims­markaðsverði eldsneyt­is.

Frá byrj­un októ­ber sl. eða á  tveim­ur mánuðum hef­ur N1 lækkað verð á lítra af bens­íni um 38,90 krón­ur og á dísi­lol­íu um 33,00 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka