Tillögur koma í vikunni

mbl.is/G.Rúnar

Ríkisstjórnin mun leggja fram tillögur við fjárlaganefnd Alþingis í vikunni um mögulegan niðurskurð frá því sem ætlað er í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár.

Nefndarmenn í fjárlaganefnd bíða eftir tillögupakka ríkisstjórnarinnar og ljóst er að ráðherrar takast á sín í milli um hvar mestur sparnaður eigi að verða.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa verið reifaðar hugmyndir, meðal annars innan stjórnarráðsins, um ríflega 400 milljóna króna sparnað með því að verkefni Varnarmálastofnunar fari a.m.k. að hluta til annarra stofnana, sem sinna eftirliti með flugi og siglingum.

Ratsjáreftirlitið yrði þá rekið samhliða almennu eftirliti með flugumferð og gagnatengingar Varnarmálastofnunar og löggæslu- og öryggisstofnana yrðu samnýttar.

Yfir 800 milljónir króna í ratsjáreftirlit
Tæpur einn og hálfur milljarður er ætlaður til reksturs Varnarmálastofnunar á næsta ári en á þessu ári var yfir 800 milljónum varið til ratsjáreftirlitsins.

Til samanburðar má nefna að ríkislögreglustjóri á að fá tæpa 1,4 milljarða króna til síns reksturs á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert