Samherji: 50 milljónir til samfélagsmála

Forráðamenn Samherja ásamt fulltrúm þeirra félaga og samtaka sem þeir …
Forráðamenn Samherja ásamt fulltrúm þeirra félaga og samtaka sem þeir veittu styrki í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Útgerðarfé­lagið Sam­herji á Ak­ur­eyri til­kynnti í dag um 50 millj­óna króna fram­lag til ým­issa sam­fé­lags­verk­efna í höfuðstað Norður­lands, að lang mestu leyti er þar um að ræða fé sem skal verja til að lækka æf­inga­gjöld barna og ung­linga í íþrótt­um, eða kostnað við keppn­is­ferðir þeirra, í vet­ur. Frænd­urn­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri, og Kristján Vil­helms­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarsviðs til­kynntu um styrk­ina í hófi í Ketil­hús­inu síðdeg­is, en það fór fram í til­efni þess að í dag eru 25 ár liðin frá því fyrsta skip Sam­herja, Ak­ur­eyr­in, fór í fyrstu veiðiferðina.

Þor­steinn Már sagði, þegar hann ávarpaði sam­kom­una í dag, að þeir hefðu alltaf lagt áherslu á að reka Sam­herja frá Eyja­fjarðarsvæðinu og sækja starfs­fólk á það svæði. „Við höf­um stund­um verið gagn­rýnd fyr­ir þessa stefnu, en ég hygg að hún hafi reynst okk­ur vel. Sam­herji á sterk­ar ræt­ur hér á Eyja­fjarðarsvæðinu þótt fé­lagið sé í dag alþjóðlegt sjáv­ar­út­vegs- og mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og meðal þeirra fremstu í sinni röð í heim­in­um,“ sagði for­stjór­inn.

Sam­fé­lags­leg ábyrgð

„Sam­herji hef­ur í 25 ár verið hluti af sam­fé­lag­inu hér og lengst af meðal stærstu fyr­ir­tækja á svæðinu. Því fylg­ir ábyrgð og við höf­um reynt að efla eft­ir bestu getu hag þess fólks sem hjá okk­ur starfar og fjöl­skyldna þess. Við höf­um jafn­framt reynt að láta sam­fé­lagið í kring­um okk­ur njóta góðs af starf­sem­inni með því að styrkja innviði þess með ýms­um hætti,“ sagði Þor­steinn Már enn­frem­ur.

„Við höf­um komið með mörg stór viðhalds- og  smíðaverk­efni til Ak­ur­eyr­ar gegn­um tíðina, bæði á veg­um Sam­herja á Íslandi og á veg­um er­lendra dótt­ur­fé­laga okk­ar. Á þessu ári smíðaði Slipp­ur­inn til dæm­is stóra vinnslu­línu í eitt skipa okk­ar í Englandi og nú á haust­mánuðum var Frost með stórt verk­efni er­lend­is við breyt­ing­ar á kæli­búnaði í skip­um á veg­um Kötlu Sea­food sem ger­ir út frysti­skip við stend­ur Afr­íku.

Ómet­an­leg­ar for­varn­ir

Þor­steinn Már sagði þátt­töku barna og ung­linga í íþrótt­um ómet­an­leg­an þátt í for­vörn­um og upp­eldi. „Sam­herji vill efla þjálf­un og annað starf fé­lag­anna og um leið stuðla að því að sem flest börn og ung­ling­ar geti stundað þær íþrótta­grein­ar sem hug­ur þeirra stend­ur til, óháð efna­hag heim­il­anna.“

Auk íþrótta­fé­laga á Ak­ur­eyri styr­ir Sam­herji líka æsku­lýðsstarf kirkj­unn­ar á Ak­ur­eyri og íþrótt­astarf barna og ung­linga á Dal­vík, þar sem fyr­ir­tækið hef­ur lengi verið með öfl­ugt frysti­hús.

Þá af­henti Sam­herji Hjarta­heill og HL-stöðinni á Ak­ur­eyri styrk til minn­ing­ar um tví­bura­bræðurna Vil­helm og Bald­vin Þor­steins­syni, feður Þor­steins Más og Kristjáns, en þeir lét­ust báðir langt fyr­ir ald­ur fram.

Meðal þess sem Sam­herji til­kynnti í dag er að fyr­ir­tækið verður aðal­bak­hjarl verk­efn­is sem ber vinni­heitið Hreyf­ing og úti­vist, hug­ar­fóst­urs Stef­áns Gunn­laugs­son­ar for­manns KA og verður hleypt af stokk­un­um inn­an skamms. Það verður nán­ar kynnt síðar en einn þátt­ur þess er upp­bygg­ing úti­vistarperlunn­ar í Kjarna­skógi.

Samherjafrændurnir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, ásamt Kolbrúnu Ingólfsdóttur, …
Sam­herja­f­rænd­urn­ir, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, ásamt Kol­brúnu Ing­ólfs­dótt­ur, eig­in­konu Kristjáns, í sam­kom­unni í Ketil­hús­inu í dag. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert