Nokkuð flutt inn á þessu ári

Magn eiturefnisins díoxíns er yfir viðmiðunarmörkum í írsku svínakjöti.
Magn eiturefnisins díoxíns er yfir viðmiðunarmörkum í írsku svínakjöti. Árni Sæberg

Starfsmenn Matvælastofnunar, sem sinna eftirliti vegna innfluttra matvæla, ætla að hittast í dag. Tilefni fundarins er frétt af innköllun írskra yfirvalda í gær, laugardag, á öllu svínakjöti framleiddu eftir 1. september s.l. Nokkuð hefur verið flutt inn af frosnu svínakjöti frá Írlandi á þessu ári.

„Við ætlum að fara yfir þetta mál og athuga hvort og þá hvaða tilkynningar hafa borist,“ sagði Sigurður Örn Hansson forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamálasviðs Matvælastofnunar. Á fundinn mæta einnig framkvæmdastjóri inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar og starfsmaður sem fylgist með tilkynningakerfi Evrópusambandsins vegna hættulegs fóðurs og hættulegra matvæla. Einnig verður athugað hvort eitthvað hafi verið flutt hingað til lands af írsku svínakjöti framleiddu eftir 1. september sem fellur undir innköllun írskra stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka