Lóðatilboð reyndust of lág

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ

Einungis þrjú viðunandi tilboð bárust í átta byggingarlóðir í Hraunsholti og Garðahrauni sem Garðabær bauð út á dögunum. Tilboðum í hinar lóðirnar var hafnað þar sem þau reyndust of lág.

„Þessar lóðir eru á fínum stöðum og það var slegist um þær á sínum tíma,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri.

„Hins vegar er ástandið allt annað í dag svo það kom okkur skemmtilega á óvart að losna þarna við þrjár lóðir.“

Þegar lóðirnar voru fyrst boðnar út í byrjun árs 2007 segir Gunnar bæinn hafa farið þá leið að hafa lágmarksverð byggingarréttarins á lóðunum tvöfalda upphæð gatnagerðargjalda auk gatnagerðargjaldanna sjálfra sem fari eftir stærð lóðanna og húsanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert