Skóli ekki byggður í Úlfarsárdal strax

Byggingar í Úlfarsárdal.
Byggingar í Úlfarsárdal.

Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs Reykjavíkur, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að vel komi til greina að hefja skólahald í Úlfarsárdal í færanlegum kennslustofum um leið og fjölgi í hverfinu. Ekki verði hins vegar ráðist í byggingu skóla fyrr en íbúum fjölgi verulega.

Samkvæmt áætlunum Reykjavíkurborgar átti íbúðahverfið í Úlfarsárdal fullbyggt að telja um 10.000 manns. Á síðasta ári hófst undirbúningur að byggingu leikskóla en gert var ráð fyrir að hann yrði tekinn í notkun 2008-2009. Það ár hófst einnig hönnun á nýju húsnæði grunnskóla en gert var ráð fyrir að það yrði tekið í notkun 2010.

Þessar áætlanir eru nú í uppnámi en engar tímasetningar eru komnar á hvernær leik- eða grunnskólinn rísi í hverfinu. Þar búa nú kringum hundrað manns og íbúar óttast að hverfið verði að draugabæ ef ekkert verði að gert, að því er kom fram í fréttum RÚV. Meginkrafa þeirra er að fá skóla í hverfið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert