Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki

mbl.is/Ómar

Auka­fundi flokks­ráðs Vinstri grænna er ný­lokið og sóttu hann yfir 120 fé­lag­ar. Mik­il stemmn­ing var á fund­in­um og tek­ist á um áhersl­ur. Skjal stjórn­ar VG um end­ur­mót­un sam­fé­lags­ins var samþykkt efn­is­lega ein­róma og vísað til áfram­hald­andi úr­vinnslu í grasrót flokks­ins.

Álykt­un um sveita­stjórn­ar­mál var samþykkt sam­hljóða. Þar seg­ir að VG telji það vera sam­eig­in­legt verk­efni hins op­in­bera, rík­is og sveit­ar­fé­laga, að standa vörð um hag al­menn­ings.

Sveit­ar­fé­lög­in gegni lyk­il­hlut­verki í end­ur­mót­un sam­fé­lags­ins og mik­il­vægi þeirra við upp­bygg­ingu og end­ur­mat sé ótví­rætt í sam­starfi við íbúa, fé­laga­sam­tök og hags­munaaðila. Þau standi íbú­un­um næst og sinni verk­efn­um á sviði vel­ferðar og mennt­un­ar. Sér­stak­lega þurfi að styrkja og efla sveit­ar­fé­lög­in við þau skil­yrði sem nú eru uppi.

Þá sé mik­il­vægt að lög­gjaf­inn tryggi Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga og Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga fé til að lána sveit­ar­fé­lög­um til rekstr­ar við þær sér­stöku aðstæður sem nú ríkja. Þó verði jafn­framt tryggt að rekst­ur sveit­ar­fé­laga verði lagaður að þeim aðstæðum sem skap­ast hafa þannig að Lána­sjóður­inn kom­ist ekki í þrot.

Það er ský­laus krafa sveit­ar­stjórn­ar­ráðs Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs að við mót­un efna­hagsaðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði hags­mun­ir sveit­ar­fé­lag­anna hafðir í for­gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert