Álið lækkar enn

Álver Alcoa Reyðarfirði.
Álver Alcoa Reyðarfirði. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Staðgreiðsluverð á tonn af áli er nú 1.440 dollarar og hefur ekki verið lægra síðan snemma árs 2003, eða í meira en fimm ár. Verð á ýmissi hrávöru hefur lækkað hratt á undanförnum mánuðum samhliða miklum verðlækkunum á olíu. Í júlí á þessu ári kostaði fatið af olíu 147 dollara og á sama tíma fór tonnið af áli í tæplega 3.400 dollara. Fatið af olíu hefur að undanförnu lækkað mikið og er nú í kringum 40 dollarar.

Álverð hefur umtalsverð áhrif á tekjur opinberra orkufyrirtækja, einkum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, vegna orkusölusamninga til álvera. Söluverðið á orkunni er beintengt söluverðinu á áli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert