Banaslys í Berufirði

Rúm­lega sex­tug­ur karl­maður lést í um­ferðarslysi skammt frá bæn­um Gauta­vík í norðan­verðum Beruf­irði í nótt. Bíll hans fór út af veg­in­um og hafnaði ofan í far­vegi Búðarár.

Lög­regla fékk til­kynn­ingu um slysið á tí­unda tím­an­um í morg­un eft­ir að veg­far­andi hafði komið auga á bíl manns­ins. Bíll­inn hafði stung­ist í mold­ar­barð í ár­far­veg­in­um. Maður­inn var lát­inn þegar komið var að hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert