Fagna áformum um strætóferðir í sveitarfélögin

Sveita­stjór­ar Árborg­ar og Borg­ar­ness segja áætlaðar strætó­ferðir milli sveit­ar­fé­lag­anna og höfuðborg­ar­svæðis­ins mikið fram­far­ar­skref. Útlit er þó fyr­ir að krepp­an geti sett ákveðið strik í reikn­ing­inn hvað varðar tíðni ferða og niður­greiðslu far­gjalda, að sögn bæj­ar­stjóra Árborg­ar.

Allt stefn­ir í að Strætó bs. hefji áætl­un­ar­ferðir milli Reykja­vík­ur ann­ars veg­ar og Árborg­ar og Borg­ar­ness hins veg­ar frá ára­mót­um. Ragn­heiður Her­geirs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Árborg­ar, seg­ir und­ir­bún­ing­inn hafa staðið í hálft ár en eft­ir sé að ganga frá mál­inu end­an­lega með gerð fjár­hags­áætl­un­ar. „Sveit­ar­fé­lög­in Hvera­gerði og Árborg eru sam­eig­in­lega kom­in með sér­leyfi á þess­ari leið, sem Vega­gerðin hef­ur ekki viljað fella niður. Við tök­um við því um ára­mót­in.“

Hún seg­ir ekki hægt að segja til um fjölda ferða né niður­greiðslur far­gjalda. „Auðvitað set­ur efna­hags­ástandið strik í reikn­ing­inn svo við get­um kannski ekki byrjað af þeim krafti sem við ætluðum. Þetta verður þó klár­lega til bóta.“

Páll S. Brynj­ars­son, sveit­ar­stjóri í Borg­ar­nesi, seg­ir breyt­ing­una sömu­leiðis já­kvæða fyr­ir íbúa þar. „Við höf­um fylgst með því að und­an­far­in tvö ár hef­ur strætó gengið á Akra­nes sem hef­ur haft mikla þýðingu fyr­ir Ak­ur­nes­inga. Við höf­um því í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in Akra­nes, Hval­fjarðarsveit og Borg­ar­byggð und­ir­búið það nú í nokkra mánuði að strætó geti gengið í Borg­ar­nes. Verk­efnið er núna í höfn svo það á bara eft­ir að ganga frá form­leg­um samn­ingi.

Páll seg­ist sann­færður um að nýt­ing­in á ferðunum verði ágæt. „Við vit­um að rétt inn­an við 10% íbúa sækja skóla eða vinnu til höfuðborg­ar­svæðis­ins. Að auki er ákveðinn hóp­ur sem sæk­ir skóla og vinnu á Akra­nes og öf­ugt.“

Þannig munu ferðir Strætó bs. tengja bet­ur sam­an þessi tvö sveit­ar­fé­lög auk Reykja­vík­ur. „Það hafa að vísu verið fast­ar rút­ur hér á milli. Núna náum að skipu­leggja ferðirn­ar þannig að þær nýt­ist fólki til að fara til og frá vinnu og eins til að sækja ýmsa þjón­ustu til höfuðborg­ar­inn­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert