Maður á sextugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Gaukshólum í síðustu viku. Síðast sást til mannsins í Bónus í ágúst. Er talið að hann hafi verið látinn í margar vikur í íbúðinni.
Í DV í dag er haft eftir lögreglunni að ljóst sé að maðurinn hafi verið látinn í íbúð sinni í ekki minna en mánuð.