FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir.

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur lokið at­hug­un á viðskipt­um Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Nýja Glitn­is, og fé­lags henn­ar, Mel­korku ehf., við Glitni banka hf., um kaup á hlut í bank­an­um. Seg­ir stofn­un­in að ekk­ert í gögn­um máls­ins bendi til ann­ars en að Birna hafi verið í góðri trú og vanefnd­ir á kaup­samn­ingi stafi af ástæðum sem séu óviðkom­andi henni.

Í til­kynn­ingu seg­ir Fjár­mála­eft­ir­litið, að gögn máls­ins, m.a. tölvu­póst­ar og  viðskipta­yf­ir­lit, sýni að þessi hluta­bréfaviðskipti náðu í raun ekki fram að ganga vegna van­rækslu af hálfu „gamla" bank­ans.

„Ekk­ert í gögn­um máls­ins bend­ir til ann­ars en að Birna Ein­ars­dótt­ir hafi verið í góðri trú og að vanefnd stafi af ástæðum sem eru óviðkom­andi henni. Af þeirri ástæðu er ekki til­efni til aðgerða af hálfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins gagn­vart Birnu Ein­ars­dótt­ur eða Mel­korku ehf. At­hug­un á til­kynn­ing­ar- og birt­ing­ar­skyldu „gamla" Glitn­is banka hf., stend­ur enn yfir," seg­ir í til­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Fram kem­ur komið, að að Birna taldi sig hafa keypt hluta­bréf í Glitni í fe­brú­ar 2007. Fékk hún lán hjá bank­an­um til 5 ára til að fjár­magna kaup­in. Á aðal­fundi Glitn­is í  fe­brú­ar 2008 óskaði hún eft­ir at­kvæðis­rétti fyr­ir fé­lag sitt en þá kom í ljós að eng­in hluta­bréf voru skráð á fé­lagið.  Kom þá í ljós að vegna form­galla fóru viðskipt­in aldrei í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka