Miklar takmarkanir verða settar á möguleika RÚV til að afla auglýsingatekna, ef frumvarp menntamálaráðherra til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið verður að lögum. Þetta kemur fram á fréttavefnum AMX sem og að frumvarpið verði lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna á morgun.
AMX greinir einnig frá því að uppi séu hugmyndir um að ríkissjóður kaupi fasteign Ríkisútvarpsins við Efstaleiti og að söluandvirðinu verði ráðstafað til þess að létta á lífeyrisskuldbindingum fyrirtækisins.
AMX segir að skv. frumvarpinu sé gert ráð fyrir að svokallaður nefskattur, sem kemur í stað afnotagjalda, renni beint til ríkissjóðs en skv. sérstökum þjónustusamningi milli RÚV og ríkisins verði tekjur tryggðar. AMX segir nefskattinn verða, skv. frumvarpinu, 17.900 krónur og einstaklingar sem nú greiða í framkvæmdasjóð aldraðra þurfi að greiða nefskattinn sem og þeir lögaðilar sem eru skattskyldir og bera sjálfstæða skattaðild.
Verulegar skorður verða settar á auglýsingar og kostun dagskrárefnis í Ríkisútvarpinu nái frumvarp menntamálaráðherra fram að ganga.
AMX telur þetta til: