Grunnþjónustan verði varin

mbl.is

„Við höfum verulegar áhyggjur af því tekjusamdráttur til sveitarfélaga geti bitnað á skólastarfi,“ segir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, formaður Skólastjórafélags Íslands. Kristinn, sem er skólastjóri í Foldaskóla í Reykjavík, telur að það geti komið til þess að fjölgað verði í bekkjum og kennslustundum fækkað í grunnskólum.

Kristinn segir vera hljómgrunn fyrir því að verja grunnþjónustu sveitarfélaga eftir fremsta megni, þó erfitt verði að halda öllu óbreyttu komi til mikils tekjutaps. „Það er ljóst að sveitarfélög eru misjafnlega sett til að takast á við tæplega 16 prósent tekjusamdrátt, sem spáð er. Þau þurfa að laga sig að því og það er viðbúið að það muni koma niður á þjónustu sveitarfélaga. Í skólunum mun þá hugsanlega fjölga í bekkjum vegna uppsagna starfsmanna. Það er dæmigerð leið til þess að mæta samdrætti. Ég vil þó trúa því, að það muni takast að verja grunnskólastarf,“ segir Kristinn.

Sveitarfélög sjá um skólastarf upp að framhaldsskólastigi. Vegna fyrirsjáanlegs tekjusamdráttar þurfa mörg hver að draga saman seglin. Einn stærsti útgjaldaliðurinn er skólastarfið og því standa líkur til þess að gripi verði til sparnaðaraðgerða á þeim vettvangi. Málið hefur komið til umræðu innan Kennarasambands Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu mála.

Hugsanlega mun mikill tekjusamdráttur ríkis og sveitarfélaga koma niður á …
Hugsanlega mun mikill tekjusamdráttur ríkis og sveitarfélaga koma niður á grunnskólastarfi. Eyþór Árnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert