Hiti í fólki í Háskólabíói

Frá fundinum í Háskólabíói í kvöld.
Frá fundinum í Háskólabíói í kvöld. mbl.is/Kristinn

Fjöl­menni var á borg­ar­a­fundi í Há­skóla­bíói í kvöld og mörg­um heitt í hamsi þótt ekki hafi jafn marg­ir mætt og um dag­inn þegar ráðherr­ar sátu fyr­ir svör­um. Í kvöld var verðtrygg­ing, skuld­ir heim­il­anna og fleira í þeim dúr var til umræðu.

Frum­mæl­end­ur á fund­in­um voru Ásta Rut Jón­as­dótt­ir, hús­móðir, Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands og Vé­steinn Gauti Hauks­son, markaðsstjóri. Meðal gesta voru Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra, sem var er­lend­is á dög­un­um þegar ráðherr­um var boðið á fund­inn á sama stað, Ögmund­ur Jónas­son formaður BSRB og Guðmund­ur Gunn­ars­son formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins. 

Áætlað var í upp­hafi fund­ar að tæp­lega 700 manns væru mætt­ir, þar á meðal nokkr­ir alþing­is­menn og þá voru full­trú­ar þýskra, breskra og banda­ríska fjöl­miðla á staðnum. 

Sér­lega góður róm­ur var gerður að máli Ástu Rut­ar, klappað eft­ir nán­ast hverju setn­ingu og fólk stóð upp og hyllti Ástu þegar hún hafði lokið máli sínu.

Ásta kvaðst reka heim­ili, sýna aðgát og aðhalds­semi í rekstri, stunda siðlega og lög­lega viðskipta­hætti. Fyr­ir ári hefði hún fengið lán fyr­ir kaup­um á íbúð, 70% af kaup­verði, en eigið fé væri nú að brenna upp á verðbólgu­báli.

Ásta Rut gagn­rýndi verka­lýðsfor­yst­una fyr­ir of­ur­laun, og spurði m.a. hvernig fólk með slík aun gæti verið í tengsl­um við hinn al­menna launa­mann.

Að lokn­um fram­sögu­er­ind­um bauðst fund­ar­gest­um að spyrja þá sem sátu fyr­ir svör­um. Einn fund­ar­gesta talaði um áætlan­ir um að draga úr mis­rétti laga um eft­ir­laun ráðamanna og spurði skiptaráðherra hvers vegna ekki mætti af­nema mis­réttið með öllu. Björg­vin sagði búið að taka ákvörðun um að nema eft­ir­launa­lög­in frá 2003 úr gildi. „Það er hægt að af­nema þau al­veg þannig að ráðamenn færu í A-deild líf­eyr­is­sjóðs op­in­berra starfs­manna,“ sagði hann en komst ekki lengra fyr­ir lófa­taki fund­ar­manna. „En Alþingi hef­ur síðasta orðið í því,“ bætti hann við.

Á fund­in­um var spurt um laun for­ystu­manna verka­lýðsfor­yst­unn­ar. Gunn­ar Páll Páls­son, formaður VR, sagði stefnu fé­lags­ins að borga í sam­ræmi við markaðslaun og hefði launa­nefnd VR úr­sk­urðað um hans laun. Sjálfsagt væri að end­ur­skoða þau líkt og víða væri gert um þess­ar mund­ir. Gylfi upp­lýsti að hann væri með um 900 þúsund krón­ur í laun, sem vakti tals­verða reiði fund­ar­manna. Marg­ir for­ystu­mann­anna sögðust þiggja laun sam­kvæmt töxt­um fé­laga sinna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert