Kaupþing auglýsir eftir umboðsmanni viðskiptavina

Höfuðstöðvar Kaupþings.
Höfuðstöðvar Kaupþings.

Stjórn Nýja Kaupþings banka hefur ákveðið að auglýsa eftir umboðsmanni viðskiptavina. Þetta er í samræmi við tillögur sem vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar kynnti þann 2. desember síðastliðinn. Umboðsmaðurinn verður óháður og starfar í umboði stjórnar bankans.

Hlutverk umboðsmanns er meðal annars að gæta þess að bankinn mismuni ekki viðskiptavinum með óeðlilegum hætti, að ferli við endurskipulagningu fyrirtækja og aðrar mikilvægar ráðstafanir sé gagnsætt og skráð, og að bankinn gæti að samkeppnissjónarmiðum. Staðan verður auglýst á næstu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert