Mikill viðbúnaður við þinghúsið

Lögregla hefur handtekið fólk sem gerði hróp að þingmönnum á …
Lögregla hefur handtekið fólk sem gerði hróp að þingmönnum á pöllum Alþingis. mbl.is/Júlíus

Tugir lögreglumanna hafa girt Alþingishúsið af og lokað nálægum götum vegna óeirða á þingpöllum, sem hófust þegar þingfundur var settur klukkan 15 í dag. Hefur þingfundi verið frestað til klukkan 16. Lögregla hefur handtekið   nokkur ungmenni en önnur eru enn í Alþingishúsinu. 

Að sögn lögreglu ruddust um 30 manns inn í þinghúsið og var allt tiltækt lögreglulið sent á vettvang í kjölfarið. Um 20 til 25 manns hafa lokað sig inni í stigagangi hússins. Nokkrir hafa verið handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu   

Lögregla segir, að ekki sé vitað til þess að neinn hafi meiðst og lögregla hefur ekki gripið til  piparúða.

Lögregla hefur girt þinghúsið af og lokað nærliggjandi götum.
Lögregla hefur girt þinghúsið af og lokað nærliggjandi götum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert