Mótmæla innheimtuaðferðum

Sturla Jónsson og fleiri bílstjórar á fundi með Halldóri Jörgenssyni, …
Sturla Jónsson og fleiri bílstjórar á fundi með Halldóri Jörgenssyni, forstjóra Lýsingar, í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er eng­in hemja hvernig komið er fram við menn í þessu ár­ferði. Það er verið að taka bíla af bíl­stjór­un­um, en um leið að krefja þá um greiðslur upp á marg­falt hærri upp­hæðir en þeir raun­veru­lega skulda,“ seg­ir Sturla Jóns­son vöru­bíl­stjóri sem fer fyr­ir hópi vöru­bíl­stjóra sem hyggj­ast mót­mæla í hús­kynn­um Lýs­ing­ar í dag.

Sturla seg­ir Lýs­ingu, sem lánað hef­ur mörg­um bíl­stjór­um fyr­ir kaup­um á vöru- og flutn­inga­bíl­um, ekki gæta sann­girn­is þegar kem­ur að inn­heimtu. Ný­leg dæmi sanni það.

„Við höf­um dæmi um það að ætlaður viðgerðar­kostnaður upp á tæp­lega millj­ón sé færður yfir á bíl­stjóra, sem hrein viðbót við það að taka bíla af fólki. Sem er auðvitað það sama og að svipta bíl­stjóra at­vinnu sinni fyr­ir­vara­laust. Það er ekki hægt að sætta sig við að bíl­stjór­ar þurfi að bera millj­óna viðbót­ar­kostnað við það eitt að Lýs­ing leysi til sín bíla sem ekki hef­ur verið greitt af í mánuð eða tvo. Það er eitt­hvað bogið við það. Við höf­um lært það að ekk­ert annað dug­ir en að láta vel í okk­ur heyra á rétt­um stöðum. Þó viðbrögðin að hálfu þeirra sem taka eiga mót­mæl­in til sín mættu vera betri.“

Hall­dór Jörgens­son, for­stjóri Lýs­ing­ar, sit­ur nú fund með vöru­bíl­stjór­um þar sem farið er yfir hlut­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka