N1 og Orkan lækka eldsneytisverð

mbl.is/Friðrik Tryggvason

N1 og Orkan hafa ákveðið að lækka verð á eldsneyti. Lítri af bensíni lækkar um 2 krónur og lítri af dísilolíu lækkar um 3 krónur. Algengasta verðið á 95 oktana bensíni hjá N1 í sjálfsafgreiðslu er nú 136,80 krónur og á dísil 163,50 krónur. Hjá Orkunni er almennt verð á bensínlítra 135,10 krónur en á dísil 161,80 krónur.

Breytingin  endurspeglar lækkandi verð á heimsmarkaðsverði eldsneytis og sterkari stöðu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert