Fresta þurfti fundi á Alþingi örfáum mínútum eftir að hann var settur þar sem ungmenni á þingpöllum gerðu hróp og köll að þingmönnum. „Drullið ykkur út!“ hrópuðu þau meðal annars og börðust á móti þingvörðum og lögreglu sem reyndu að fjarlægja þau af pöllunum.
Fjölmennt lið lögreglu er komið á staðinn og er að fjarlægja fólkið úr þinghúsinu en það gengur hægt. Fólkið hefur lagst í stiga, sem liggur upp á þingpalla og neitar að fara.
Þingfundi var fyrst frestað til klukkan 15:19 en hefur nú verið frestað til klukkan 15:40.