Samningur starfsmanna járnblendisins samþykktur

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. mbl.is

Kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness við Elkem Ísland vegna starfsmanna í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga var rétt í þessu samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.

Á kjörskrá voru 179. Alls greiddu atkvæði 126 eða 71% þeirra sem voru á kjörskrá. Já sögðu 100 eða 80% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 23 eða 19%. Auðir og ógildir voru 3 eða 1%.

Samkvæmt samningnum hækka laun starfsmanna í járnblendinu um 17% - 22% frá 1. desember síðastliðnum.

Samningurinn á að geta gefið byrjanda sem starfar sem ofngæslumaður tæplega 45.000 króna hækkun á mánuði við undirskrift en sú hækkun nemur um 17,3%.

Starfsmaður sem starfað hefur sem ofngæslumaður í 10 ár mun fá um 56.500 króna hækkun á mánuði við undirskrift eða sem nemur 18,7%.

Þá verður tekið upp nýtt bónuskerfi sem mun geta gefið allt að 10% en nýja bónuskerfið verður fest að lágmarki í 7% fyrstu 4 mánuðina.

Þann 1. janúar 2010 kemur næsta hækkun og þá hefur byrjandi hækkað um samtals 53.000 frá undirritun samningsins sem gerir 20,4% hækkun.

Starfsmaður með 10 ára starfsaldur verður þá með 65.000 krónur hærri laun á mánuði en hann er með fyrir undirritun samningsins. Nemur sú hækkun tæplega 22%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert