Bankar sammælast um aðgerðir

Nýi Glitn­ir hf., Nýja Kaupþing hf. og NBI hf. hafa komið sér sam­an um  aðgerðir til að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja. Segja bank­arn­ir, að á meðan unnið sé að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu líf­væn­legra fyr­ir­tækja þurfi að leit­ast við að þau haldi áfram starf­semi.  Í þeirri vinnu verði fyrst og fremst litið til hags­muna fyr­ir­tækj­anna sjálfra og reynt að tryggja framtíð þeirra.

Í til­kynn­ingu frá bönk­un­um þrem­ur seg­ir, að framund­an sé mik­il vinna við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja. Mikl­ir hags­mun­ir séu í húfi hjá kröfu­höf­um, skuld­ur­um og þjóðfé­lag­inu öllu. Mik­il­vægt er að ferlið sé gagn­sætt og sann­gjarnt og að stuðlað sé að auk­inni sam­keppni í at­vinnu­líf­inu.  Koma þurfi í veg fyr­ir að tíma­bundn­ir erfiðleik­ar og ósam­komu­lag kröfu­hafa leiði til falls líf­væn­legra fyr­ir­tækja.


Með vís­un til yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá 2. des­em­ber sl. um aðgerðir til að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja, sem meðal ann­ars beint var til hinna nýju banka, hafa Nýi Glitn­ir hf., Nýja Kaupþing hf. og NBIhf. komið sér sam­an um eft­ir­far­andi aðgerðir:
 

  1. Bank­arn­ir miða að því að starfa eft­ir áliti Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins nr. 3/​2008, frá 12. nóv­em­ber 2008 og sjái um að kynna það fyr­ir starfs­mönn­um sín­um.
  2. Að stofnað verði  embætti umboðsmanns viðskipta­manna í hverj­um banka í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar.  Umboðsmaður taki til starfa eins fljótt og unnt er.
  3. Að tekið verði mið af alþjóðleg­um viðmiðum (London App­roach) sem mynda ramma um úr­vinnslu flók­inna lána­mála og stuðla að yf­ir­veguðum ákvörðunum í hverju máli, þar sem talið er að hefðbund­in réttar­farsúr­ræði laga henti ekki.
  4. Hver banki eða bank­arn­ir sam­eig­in­lega  munu setja á stofn um­sýslu­fé­lög sem hafa það hlut­verk að yf­ir­taka eign­ar­hluti í fyr­ir­tækj­um sem bank­inn hef­ur eign­ast.  Bank­ar kunna þó að þurfa tíma­bundið að halda hlut­um í fyr­ir­tækj­um á meðan verið er að vinna að úr­lausn á vanda þeirra.

„Fram­an­greind­um aðgerðum er ætlað að stuðla að því að úr­vinnsla út­lána­vanda­mála hjá hinum nýju bönk­um verði eins gegn­sæ og sann­gjörn og kost­ur er og all­ir meg­in­ferl­ar séu skýr­ir. 

Aðgerðunum er ætlað að tryggja að viðskipta­leg sjón­ar­mið séu höfð að leiðarljósi við úr­lausn út­lána­vanda­mála. Hafa verður í huga að þrátt fyr­ir að bank­arn­ir setji sér sam­eig­in­leg meg­in­viðmið get­ur mis­jöfn staða fyr­ir­tækja kallað á ólík­ar aðferðir við úr­lausn skulda­vanda.
 
Nýi Glitn­ir, Nýja Kaupþing og NBI lúta sam­keppn­is­lög­um líkt og önn­ur fyr­ir­tæki í land­inu. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur heim­ilað hinum nýju bönk­um að vinna sam­an að þessu mik­il­væga máli enda kalla stjórn­völd eft­ir sam­ræmd­um vinnu­regl­um," seg­ir í til­kynn­ingu frá bönk­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert