Einn var handtekinn eftir að til ryskinga kom á milli lögreglu og um tuttugu mótmælenda við Ráðherrabústaðinn í morgun. Samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni virti viðkomandi ekki lokanir lögreglu né hlýddi fyrirmælum hennar.
Lögregla og einhverjir mótmælendur eru enn á staðnum. Þá eru flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar í húsinu en þar hafði verið boðaður hefðbundinn ríkisstjórnarfundur.