Fær ekki gögn um dótturfélög bankanna í Lúxemborg

Skilanefndir tveggja af gömlu íslensku bönkunum hafa neitað embætti skattrannsóknastjóra um upplýsingar um gögn tengd dótturfélögum bankanna í Lúxemborg. Þriðja skilanefndin hefur ekki svarað erindi embættisins, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Haft var eftir Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknastjóra, í fréttum Útvarpsins, að embættið sé að rannsaka félag í eigu Íslendinga en hafi verið stofnað í Lúxemborg. Dótturfélag einhvers íslensku bankanna í Lúxemborg hafi stofnað félagið eða hafi komið með einhverjum hætti að rekstri þess.

Bryndís vildi ekki veita upplýsingar um félagið eða hvaða skilanefndir hefðu neitað erindinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert