Lífeyrisskuldbindingar RÚV burt?

Hús Ríkisútvarpsins.
Hús Ríkisútvarpsins.

Skoða verður hvort aflétta eigi lífeyrisskulbindingum af Ríkisútvarpinu ohf., að því er fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG, var málshefjandi í utandagskrárumræðu um RÚV og hafði hún þungar áhyggjur af uppsögnum á fréttastofu RÚV nú þegar gríðarleg þörf væri fyrir að fjölmiðlar stæðu sig. Þótti henni skjóta skökku við að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, væri með eina og hálfa milljón króna í laun á meðan mun lægra launuðum starfsmönnum væri sagt upp. 

Katrín gagnrýndi hvernig staðið hafi verið að uppsögnum og niðurskurði og velti því upp hvort menntamálanefnd Alþingis þyrfti ekki að fá áætlun um hvernig eigi að standa að niðurskurði.  Endurskoða þyrfti rekstrarfyrirkomulag RÚV en því var breytt í opinbert hlutafélag árið 2006. 

Þorgerður Katrín sagði hins vegar hlutafélagaformið gera RÚV auðveldara að bregðast við þrengingum en sagðist þó hafa þungar áhyggjur af stöðunni á fjölmiðlamarkaðnum. RÚV gæti hins vegar ekki frekar en aðrar stofnanir ætlað sér tekjur umfram það sem frem kemur á fjárlögum og áréttaði Þorgerður Katrín að ekki væri sjálfgefið að RÚV aflaði tekna með auglýsingum. Þá kom fram í máli Þorgerðar Katrínar að skoða mætti hvort ríkið kaupi húsið af RÚV en það er þungur baggi á fyrirtækinu, m.a. þar sem fjármagnskostnaður hefur aukist mjög. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert