Mótmælendur eiga ekki að bíta

00:00
00:00

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sagði þegar hún gekk af rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un að hver hefði sinn hátt á að mót­mæla, sjálf myndi hún gera það með öðrum hætti. Ráðherr­ar ræddu niður­skurð í rík­is­fjár­mál­um á fundi sín­um í morg­un sem var hald­inn við frem­ur óhefðbundn­ar aðstæður vegna  há­værra mót­mæla ungs fólks sem vill að rík­is­stjórn­in fari frá völd­um.

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra, sem var sjálf­ur hand­tek­inn á þing­pöll­un­um fyr­ir mót­mæli á náms­ár­um sín­um í há­skól­an­um, seg­ir at­b­urðina í dag rifja upp gaml­ar minn­ing­ar þegar hann hafi haldið ræðu á þing­pöll­um meðan 250 aðrir nem­end­ur héldu lög­regl­unni í skefj­um. Hann seg­ir menn eiga rétt á að mót­mæla, en þeir eigi ekki að bíta fólk eins og hafi gerst í gær.

Össur seg­ir að ráðherr­ar séu nú til­bún­ir að hlusta á mót­mæl­end­ur sem og aðra. Ákveðin mis­tök hafi verið gerð við upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings eft­ir banka­hrunið en það hafi aðallega verið vegna þess hversu verk­efnið var stórt. Hann seg­ist ekki vera þeirr­ar skoðunar að það eigi að ráðast í kosn­ing­ar núna. Hann úti­loki þó ekki neitt í þeim efn­um frem­ur en Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert