Mótmælendur eiga ekki að bíta

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði þegar hún gekk af ríkisstjórnarfundi í morgun að hver hefði sinn hátt á að mótmæla, sjálf myndi hún gera það með öðrum hætti. Ráðherrar ræddu niðurskurð í ríkisfjármálum á fundi sínum í morgun sem var haldinn við fremur óhefðbundnar aðstæður vegna  háværra mótmæla ungs fólks sem vill að ríkisstjórnin fari frá völdum.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, sem var sjálfur handtekinn á þingpöllunum fyrir mótmæli á námsárum sínum í háskólanum, segir atburðina í dag rifja upp gamlar minningar þegar hann hafi haldið ræðu á þingpöllum meðan 250 aðrir nemendur héldu lögreglunni í skefjum. Hann segir menn eiga rétt á að mótmæla, en þeir eigi ekki að bíta fólk eins og hafi gerst í gær.

Össur segir að ráðherrar séu nú tilbúnir að hlusta á mótmælendur sem og aðra. Ákveðin mistök hafi verið gerð við upplýsingagjöf til almennings eftir bankahrunið en það hafi aðallega verið vegna þess hversu verkefnið var stórt. Hann segist ekki vera þeirrar skoðunar að það eigi að ráðast í kosningar núna. Hann útiloki þó ekki neitt í þeim efnum fremur en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka