Siv spyr enn um Icesave

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til forsætisráðherra og viðskiptaráðherra á Alþingi um hvort þeir hafi haft vitneskju um tilboð breska fjármálaeftirlitsins  um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri breska stofnunin tilbúin að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu.

Siv spurði Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra nýlega um sama efni og sl. föstudag svaraði ráðherrann spurningunni neitandi. Siv spurði Árna aftur um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun, og þar ítrekaði Árni að hann hefði ekki haft vitneskju um þetta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert