Skilur að Bretar efist um Íslendinga

00:00
00:00

Siv Friðleifs­dótt­ir þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins spurði fjár­málaráðherra hvort hon­um hefði verið kunn­ugt um að það hefði verið hægt að flytja ábyrgðir vegna Ices­a­ve í breska lög­sögu gegn 200 millj­óna punda trygg­ingu. Hún vísaði til mis­vís­andi full­yrðinga ein­stakra ráðherra og seðlabanka­stjóra um málið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún spyr. Björgólf­ur Thor Björgólfs­son hef­ur haldið því fram að ráðherr­ann og seðlabanka­stjóri hafi vitað um til­boðið. Árni M. Mat­hiesen sagði að svarið væri ein­falt og það væri nei. Það væri ekki hægt að orða það á skýr­ari hátt.

Enn­frem­ur er minnst á 200 millj­ón pund í sam­tali Árna og Al­ista­ir Darling fjár­málaráðherra Breta en ráðherr­ann end­ur­tók, það sem áður hef­ur komið fram að hann hafi talið að þar sé vísað til fyr­ir­greiðslu sem Lands­bank­inn hafi beðið um hjá Seðlabank­an­um. Siv sagði að svör ráðherr­ans í sam­tal­inu við Darling hefðu verið fyr­ir neðan all­ar hell­ur . Það væri skilj­an­legt að ráðherr­ann hefði farið að ef­ast um Íslend­inga eft­ir viðtalið. Árni M. Mat­hiesen seg­ir þing­mann­inn greini­lega hafa betri inn­sýn í hug­ar­heim þeirra sem beiti hryðju­verka­lög­um en hann sjálf­ur.

Örfá­ir voru á þing­pöll­um sem voru opn­ir al­menn­ingi þrátt fyr­ir að ör­ygg­is­gæsla hafi verið hert vegna at­b­urða gær­dags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka