Enginn hefur enn verið handtekinn vegna innbrots í fiskbúðina í Breiðvangi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Þjófurinn komst á brott með smáræði af peningum og um sjötíu kíló af sjávarafurðum. Um 30 kíló af humri, 30 kíló af skötu og 10 kíló af hámeri. Þjófurinn spennti upp hurð og komst þannig inn í búðina.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann hluta af sjávarafurðunum þegar hún gerði húsleit hjá grunuðum manni í lítilsháttar fíkniefnamáli í gær. Lögreglan taldi skýringar mannsins á því hvernig hann hefði orðið sér út um afurðirnar ekki trúlegar. Var þeim í kjölfarið skilað til eiganda búðarinnar. Rannsókn málinu er ekki lokið en þó langt komin, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Nokkuð ljóst er hver var að verki.