Vildu stöðva Icesave

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Hollensk yfirvöld vildu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að Landsbankinn hætti að safna innlánum í gegnum Icesave-reikninga sína þar í landi í ágúst. Þá nam heildarupphæð innlánanna um 1.150 milljónum evra.

Landsbankinn vildi það ekki en bauðst í staðinn til þess að grípa til aðgerða til að hægja á vexti innstæðnanna og til að leggja eina evru inn í hollenska seðlabankann fyrir hverja evru sem kæmi inn í gegnum Icesave frá þeim tíma í nokkurs konar varasjóð. Því tilboði Landsbankans var ekki tekið en það var heldur ekki slegið út af borðinu. Heildarupphæð innlána af Icesave-reikningunum í Hollandi nam um 1.600 milljónum evra þegar þeim var lokað í byrjun október.

Forsvarsmenn Landsbankans og íslenska fjármálaeftirlitið (FME) funduðu tvívegis með fulltrúum hollenskra yfirvalda í ágúst síðastliðnum. Fyrst kom sendinefnd frá hollenska fjármálaeftirlitinu hingað til lands helgina 16.-17. ágúst og fundaði með ofangreindum aðilum. Hinn 27. ágúst héldu forsvarsmenn Landsbankans síðan til Hollands og hittu Nout Wellink, seðlabankastjóra landsins. Þann sama dag var Wellink einnig í samskiptum við FME.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lýsti Wellink yfir áhyggjum sínum af hröðum vexti Icesave-reikninganna á fundinum. Á honum var samþykkt að frekari viðræður færu fram um hvernig Landsbankinn gæti haldið rekstri þeirra áfram í Hollandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert