gylfi Arnbjörnsson var inntur eftir því á borgarafundi í gærkvöldi hvers vegna forysta ASÍ hefði ekki hvatt sitt fólk til að fylkja liði á mótmælin á Austurvelli undanfarna laugardaga. Svaraði hann því til að ekki væri rétt að verkalýðsfélögin tækju yfir þessa fundi. Þeir væru sprottnir frá grasrótinni, og það væri mikilvægt að leyfa henni að þróast á eigin forsendum. Hann bætti því við að hann teldi að mótmælin hefðu haft mikil áhrif.