Vilja lækka eigin laun

Börn að leik í Jólaþorpinu í Hafnarfirði á dögunum.
Börn að leik í Jólaþorpinu í Hafnarfirði á dögunum. Rax / Ragnar Axelsson

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í dag til á aukafundi bæjarráðs Hafnarfjarðar að laun kjörinna fulltrúa í bænum yrðu lækkuð um allt að 15%. Tillögunni var vísað til sérstaks samráðshóps bæjarráðs. 

Sjálfstæðismenn segjast vilja að unnið verði að því að hagræða og einfalda stjórnskipulag Hafnarfjarðar, jafnframt að laun og kjör bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og fulltrúa í ráðum og nefndum verði tekin til endurskoðunar og miðað að því að lækka kostnað af þeim útgjaldalið um allt að 15% á árinu 2009.

Í greinargerð með tillögunni segir að fjárhagstaða Hafnarfjarðarbæjar sé mjög þröng og miklar skuldir hvíli á bæjarfélaginu. „Fyrirséð er mikil tekjuskerðing bæjarins sem verður að mæta með niðurskurði og við þær aðstæður er eðlilegt að stjórnkerfi bæjarins gangi á undan með góðu fordæmi. Gengið verði til verks með einföldun á stjórnkerfi bæjarins eins og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins hafa lagt til undanfarin ár við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert