Vilja skoða einhliða upptöku gjaldmiðils

Evrópskar evrur.
Evrópskar evrur. Reuters

Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva hefur samþykkt áskorun á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar.

„Verði niðurstaða slíkrar könnunar jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf, fólk og fyrirtæki, verði málinu fylgt eftir af stjórnvöldum með gjaldmiðilsbreytingu og hliðarráðstöfunum svo fljótt sem aðstæður leyfa,“ segir í áskorun sem samþykkt var einróma á stjórnarfundi samtakanna.

Telur stjórnin nauðsynlegt að gripið verði hratt til aðgerða til þess að koma á stöðugleika í efnahagslífinu, lækka vexti og afnema gjaldeyrishöft.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert