Virk umræða um ESB

Umfjölun um Evrópusambandið (ESB) tók mikinn kipp þegar Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti að skipuð yrði Evrópunefnd innan flokksins og að landsfundi yrði flýtt.

Mikið hefur verið fjallað um ESB og gjaldmiðla í fjölmiðlum undanfarið. Creditinfo Ísland gerði innihaldsgreiningu á umfjöllun um þessi efni í dagblöðum og aðalfréttatímum ljósvakamiðla frá 27. október til 30. nóvember sl. Samtals voru fréttirnar og greinarnar um þessi mál 357 talsins á þessu tímabili og skiptist efnið í 268 greinar í blöðum og 89 fréttir í ljósvakamiðlum.

Magnús Heimisson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður fjölmiðlagreininga hjá Creditinfo Ísland, telur niðurstöður greiningarinnar um margt forvitnilegar. Ekki síst hve almenningur hefur tekið mikinn þátt í umræðunni um Evrópu- og gjaldmiðlamálin. Þá megi einnig greina hvernig stjórnmálaflokkarnir, t.d. Sjálfstæðisflokkurinn, eru að móta afstöðu sína þessa dagana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert