Atvinnuleysi í nóvember var 3,3%

Skráð atvinnuleysi í nóvember 2008 var 3,3% eða að meðaltali 5445 manns og jókst atvinnuleysi um 75% að meðaltali frá október eða um 2
339 manns. Atvinnuleysi hefur ekki jafn mikið frá því í maí árið 2004. Á sama tíma á árinu 2007 var atvinnuleysi 0,8%.

Fram kemur í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar, að í kjölfar falls bankanna hafi orðið mikill samdráttur í flestum greinum, einkum í byggingariðnaði, verslun, iðnaði og þjónustu. Atvinnuleysi sé nú mest á Suðurnesjum 7,2% en minnst á Vestfjörðum 0,6%. 

Atvinnuleysi jókst um 80% á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða en um tæp 70% á landsbyggðinni. Atvinnuleysi hefur aukist meira meðal karla eða um 94% en um 53% meðal kvenna.  Ástæða þess er m.a. meiri samdráttur í greinum sem karlar starfa í t.d. í byggingariðnaði.

Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugreinum einkum verslun, mannvirkjagerð o.fl. Erfitt sé að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna óvissu í efnahagslífinu en líklegt sé að atvinnuleysið í desember 2008 muni aukast verulega og verða á bilinu 4,5 %‐5%.

Vefur Vinnumálastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert