Bjarni úr stjórnum N1 og BNT

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, alþingismaður, hefur látið af stjórnarformennsku í félögunum N1 og BNT. Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun, segist Bjarni hafa dregið sig út úr stjórnum þessara félaga til að geta helgað stjórnmálunum krafta sína, hann hafi fundið fyrir því nú á þessum haustmánuðum að full þörf sé á því.

Einar Sveinsson hefur tekið við stjórnarformennsku í báðum félögunum í stað Bjarna, en hann var fyrir í stjórnum þeirra. Benedikt Jóhannesson kemur  nýr inn í stjórnirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka